Harpa Sjöfn

...gefur lífinu lit :)

þriðjudagur

hæ hæ, ég er komin með nýja bloggsíðu

www.harpasjofn.bloggar.is

endilega kíkið þangað :)

föstudagur

i'm in love úúú.....

hellllúuúúú!!! já ég er á lífi ;) en það er kannski ekki hægt að segja um þessa síðu undanfarið.... ehh... get engan vegin sagt að það hafi verið mikið að gera hjá mér... páskarnir voru þvílík afslöppun....ætli ég hafi ekki bara verið að búa mig undir komandi crazyness :) sem er bara gaman gaman!!

ég er byrjuð aftur í skólanum.. framhaldsnám í make up :) ótrúlega sjúklega gaman, svo gaman að ég vil ekki fara heim á kvöldin.... hahaha, er að skríða í hús um miðnætti.. fékk svo yndislegt hrós í kvöld að ég er búnað brosa hringinn alveg síðan.. sem er bara gaman!!

svo eru það vinnan... 66°norður er alveg málið!!... ég er semsagt að fara að verða verslunarstjóri í búðinni minni :) þetta kom reyndar soldið surprise svona fyrir páskana! en ég er greinilega að gera góða hluti þarna og á sko aldeilis eftir að gera enn betri :) svo endilega haldiði áfram að heimsækja mig þangað!! verð ekki á golfvellinum þetta sumar!!! trúiði því...??

annars er ég að reyna að koma skipulagi á myndirnar mínar úr skólanum svo ég geti sett þær hér inná... tekur endalausan tíma... EN ég er byrjuð :)

spennandi helgi framundan!!!!
-kaffihús á föstudaginn
-er að fara að hjálpa til með að kenna á make up námskeiði á laugardaginn
-myndataka á þingvöllum (eða annarstaðar.. allavega úti) með skólanum á sunnudaginn

life is good.... life is fucking good
harps

sunnudagur

lasarus...

ohhhh ég er búnað vera veik í næstum viku núna... það er eitt það leiðinlegasta sem ég geri.. en samt þá átti ég þetta alveg skilið, búin að vera að hneikslast á öllu þessu fólki í kringum mig sem er alltaf veikt!! isss auðvitað á maður bara að halda ká joð...

en sem betur fer var einn lítill strákur alltaf til staðar fyrir mig og var tilbúinn að knúsa mig eins mikið og ég vildi.... hehe já, það er gott að eiga hund þegar manni leiðist.... :)

núna er ég loksins búnað setja inn myndir frá útskriftinni...

annars er ekkert að frétta...

mánudagur

skólastelpa..

helluuú people, i'm back in business!! hehe eða allavega ætla ég að koma með eins og eina færslu hérna... en helstu fréttirnar eru að ég er útskrifuð úr skólanum!!! nú er ég Make Up Artist!!!! mér gekk líka alveg rosa vel í prófunum!!! a dream coming true!! ég er ekkert smá ánægð með að hafa loksins gert þetta.. :) og bara takk, takk og aftur takk fyrir hjálpina þórhildur, ragnheiður, erna og guðrún lilja... alveg klárlega bestu módelin í bænum !!!
jebb þetta gekk allt svo vel og ég er svo mikið að fíla mig í þessu að ég ætla bara að fara í framhaldsnám og læra meira!!! ekki leiðinlegt það...

en nú er ég í smá skólapásu þangað til 18. apríl, þannig að ég get átt mér smá líf þangað til :) úhú...

veit ekki alveg hvernig sumarið verður en ég hef á tilfinningunni að það verði BUSY hehe

myndir og fleira seinna....

kveðja
missy harpa

laugardagur

how you doing ;)

hellú...

það sem hefur einkennt undanfarna daga og ekki vikur hjá mér er brjálæðislegt svefnleysi... vakna snemma, vinna, skólinn, hitta fólk, læra heima, koma heim upptjúnuð og geta ekki sofnað.. og þrátt fyrir svefnleysið þá er þetta frábær tími, ég er alveg að blómstra.. verð bara að segja að ég er alfarið á móti því að maður þurfi yfir höfuð að sofa.. það er bara tímaeyðsla!! hugsið ykkur ef maður þyrfti ekkert að sofa.. hversu miklu maður gæti komið í verk!! ég myndi sigra heiminn á no time!! hummmm..... og ég sem er þekkt fyrir minn svefn Zzzz.. heheh...

á miðvikudaginn var konukvöld í boði létt 96.7 í smáralindinni og ég ásamt nokkrum stelpum úr skólanum vorum sendar niðreftir að mála þær konur sem vildu.. mjög gaman!! fullt af ótrúlega hressum konum (örlítið í glasi..) sem vildu endilega prófa nýjasta glossið og sonna... og ég nottlega massíf sölukona í mér, seldi alveg helling af mac vörum :)

svo nýjustu hvolpafréttirnar! við erum búnað ákveða að taka þann svarta og erum meira að segja búin að skýra hann... NERO !! ohh hann er svo sætur, var hjá okkur síðustu helgi og held við fáum hann aftur í heimsókn núna um helgina :) gott fyrir hann líka að venjast okkur aðeins áður en hann flytur alveg til okkar, sem verður örugglega í kringum mánaðarmótin.. :)

í kvöld fór ég svo í smáralindina með sigrúnu litlu systur að horfa á idolið.. ótrúlega gaman hjá okkur, fórum líka í fyrra.. og erum búnar að ákveða að fara alltaf saman á hverju ári, það er alltaf svo gaman :) allt í góðu á meðan mamma splæsir ;) hehe en ég skemmti mér alveg rosa vel.. ekki skrítið þar sem ég er forfallinn idol fan!!!

en svo styttist í árshátíðina hjá 66°norður.. í byrjun mars! úff þá verð ég nú bara nýkomin frá new york.. úhúhú ætli maður finni sér ekki bara lang flottasta dressið þar... held það bara !! en annars var verið að biðja mig um að vera með skemmtiatriði á árshátíðinni !! og ég sagði bara já ekkert mál, eina sem þarf að redda er eitt stykki stinni stuð og ég tek lagið!!! hehehe, maður er nottlega svo vanur að taka ástardúettinn á sviði...... segi ekki meir.. :)
já og svo auðvitað þarf ég að redda mér deiti.. maður fer ekki einsamall á svona flotta árshátíð ;)

ohh það er svo margt að gerast á sama tíma að það er ekki heilbrigt... en það er bara gaman.. það er SVO gaman að vera til þessa dagana :)
í alvöru það er ALLT að gerast núna.. þessvegna verð ég að hætta þessu blaðri svo ég missi ekki af neinu :)

bless í bili elskurnar og munið að elska hvert annað... það er klárlega ekkert annað í stöðunni...!!!

kveðja,
harpa sjöfn hermundardóttir

sunnudagur

My Delusions- Ampop

jæja, ætti maður ekki að blogga smá í tilefni þess að ég hef ekkert að gera í augnablikinu.. það er búið að vera frekar mikið að gera hjá mér undanfarið og stefnir í enn meira í febrúar... er sem sagt byrjuð í mac skólanum :) ekkert smá gaman, fékk fulla ferðatösku af make-up dóti!!! þetta er mjög professional nám og ég er að læra alveg helling!! fullt að læra heima líka.. sem ég hef reyndar aldrei tíma til að gera.. en maður gerir sitt besta... :) það fyrsta sem ég lærði er að ég er ekki eins góð og ég hélt!! (ég kom af fjöllum..hélt ég væri best!!)..en maður þarf auðvitað að geta tekið gagnrýni á jákvæðann hátt og læra af því... hehehe

en já crasy að gera.. fer semsagt beint úr vinnunni í skólann og er þar til ellefu hálf tólf á kvöldin... svo nottlega bootcampið... humm.. svona öðru hverju allavega..

ekki búinn að vera mikill tími fyrir vinkonurnar heldur.. en maður reynir að púsla þessu saman einhvernvegin..

svo er NEW YORK að nálgast.. fer 24.feb og get varla beðið :) og á svipuðum tíma fæ ég litla sæta hvolpinn minn :) ohh hann er svo sætur.. erum samt ekki búnað ákveða hvort við fáum brúnann eða svartann.. ohh þeir eru allir svo ótrúlega sætir!! alveg að missa mig hérna :)

já... svo er maður að reyna fyrir sér í fleiri nýjum hlutum.. sem gengur alveg ágætlega held ég bara... ég er allavega ótrúlega hamingjusöm þessa dagana, þó að maður er soldið twisted inná milli þá er það bara gaman... :) you know me ! !

bið að heilsa ykkur elskurnar...
kveðja, flugger

miðvikudagur

afmælisstelpa :*

afmælið mitt er búið eftir 2 mínútur... byrjaði eina mínútu yfir miðnætti í gær þegar guðrún lilja mín bankaði uppá með diet kók og muffensköku :) algjört krútt... svo er ég búnað fá fullt af pökkum og símhringingum, meira að segja frá kanaríeyjum og allt :) ... ég var ótrúlega myndaleg og kom með köku í vinnuna.. stelpurnar alveg sáttar.. :) fékk svo að fara snemma heim í tilefni dagsins... þegar ég kom heim var rosa flottur matur, önd og allt tilheyrandi.. mætti halda að maður ætti stórafmæli hérna... eins og þetta verði alltaf meira með árunum... ég er samt alveg ótrúleg.. kvíði alltaf geðveikt fyrir því að eiga afmæli.. vill ekki eldast.. en svo er alltaf SVO gaman hjá mér :)

en þetta var alveg frábær dagur.. takk allir sem sendu mér kveðju og hringdu :*

og ekki gleyma..
lífið ER yndislegt :)